Þessi fáokun er máttlaus

Punktar

Fyrir tíu árum hefði sameining Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í eitt fyrirtæki verið tilræði við prentfrelsi. Svo er ekki lengur. Prentmiðlar hafa misst tök á umræðunni. Hún fer núna að mestu leyti fram á vefnum, í bloggi nafngreindra aðila. Á prenti birtist efni hagsmunaaðila, sem enginn les. Dagblöð og ljósvakamiðlar stýra enn fréttum, en eru háð bloggi. Ef frétt er röng eða vilhöll, er hún tætt í bloggi. Það takamarkar möguleika hefðbundinna fjölmiðla á að gæta hagsmuna eigenda. Færsla fjölmiðlunar til einstaklinga gerir óþarfar fyrri áhyggjur af aukinni fáokun fjölmiðlanna.