Fyrirlitið Alþingi

Punktar

Bandaríska þingið sat og ræddi kreppuna, meðan forsetaembættið þjóðnýtti bankana. Málatilbúnaður forsetans var ræddur og felldur. Hann varð að koma með nýtt plagg, sem þingið samþykkti. Þótt Bandaríkin séu slæm, virða þau helztu formsatriði lýðræðis. Það gerir hins vegar stjórn Geirs H. Haarde alls ekki. Hún þjóðnýtir alla bankana án þess að tala við löggjafarvaldið. Lætur svo þingmenn samþykkja pakkann eftir á. Nú leikur efnahagur Íslands á reiðiskjálfi. Samtímis fjallar þingið um frjálsari áfengisauglýsingar og heppilegri skipan frídaga á vorin. Alþingi er verndaður vinnustaður bjána.