Álitsgjafar eru varfærnir hér. Hafa ekki neinar tillögur um, hvað eigi að gera við Bjöggana og fleiri útrásarvíkinga. Ef þeir láta þá einhvern tíma sjá sig. Íslenzkir álitsgjafar vilja ekki vera sakaðir um að siga lýðnum á fyrrverandi gæludýr þjóðarinnar. Bandarískir álitsgjafar eru ekki svona varfærnir. Maureen Dowd er einn allra þekktasti álitsgjafi New York Times. Hún lýsir veizluhöldum yfirmanna Lehman Brothers í miðju hruninu. Talar um fallöxi og segist vera að brýna prjónana sína. Hún segir umbúðalaust eins og íslenzkir bloggarar, að glæponar skuli kúgaðir til að endurgreiða þýfið.