Lögreglan gefur alltaf upp rangar tölur um fjölda andófsfólks á fundum. Íslenzkir fjölmiðlar gleypa þær hráar eins og aðrar tilkynningar löggunnar. Í Bandaríkjunum er þessu þveröfugt farið. Þar trúir enginn löggunni. Blaðamenn telja sjálfir og hafa til þess ýmsar aðferðir. Sumir reikna flatarmál svæðis og fjölda fólks á hverri flatareiningu. Aðrir telja eftir ljósmyndum. Þetta er kennt í blaðamannaskólum. Getuleysi fjölmiðlanna hefur aukizt upp á síðkastið. Undarlegt orðalag löggunnar kemur beint fram í texta og tali fjölmiðla. Efni eru “haldlögð” og löggan notaði “varnarúða”.