Stjórnarflokkarnir þurfa að fara að átta sig á staðreyndum. Lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er háð samkomulagi við Bretland. Við getum ekki samið við Bretland, því að kröfur þess eru út úr kú. Við þurfum því að hafna leiðum markaðshagkerfisins og hefja sjálfsþurftarbúskap. Jafnframt þurfum við að semja við óháð ríki, til dæmis Venezúela og Íran, um olíu og benzín. Í skiptum fyrir fisk og ál. Við þekkjum slíka miðstýringu, Eysteinsku. Hún var þung í vöfum og hentar ekki venjulegum tímum. En nú eru vondir tímar terrorisma í vestrænum samskiptum. Við þurfum að flýja úr því samfélagi.