Fyrirsögn á Deiglunni um daginn hljóðaði svo: “Skapandi eyðilegging”. Ég er sammála þeirri söguskoðun frjálshyggjunnar. Úr hruninu mun rísa nýtt líf. Að vísu ekki á núlli, heldur í miklum mínus. Viðmið og forsendur okkar snúast. Aðdáun á peningum og peningamönnum hverfur. Greifinn sjálfur er búinn að vera, svo og Geir og Bjöggarnir gráðugu. Hugsjón frjálshyggjunnar er hrunin og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er fokin brott. Að húni verða dregin gömul gildi samhjálpar og mannúðar. Græðgin flýr út í heim, þar sem hún leitar nýrra sjónhverfinga og nýrrar eyðileggingar.