Afganistan er að tapast

Punktar

Brezki íhaldsþingmaðurinn David Davis segir Bandaríkin og Nató vera að tapa stríðinu í Afganistan. Leppstjórn Vesturlanda sé gerspillt og valdalaus. Forsetabróðirinn sé helzti fíkniefnasali landsins. Landið sé löglaust. Rússneski sendiherrann í Afganistan, Zamir Kabulov, segir mistökin vera hin sömu og hjá Rússum. Þeir hernámu landið 1978 og urðu að hypja sig út 1988. Ofan á gömul mistök hefur nýjum verið bætt við. Ég segi hernámsliðinu þetta, en þeir hlusta bara ekki, segir Kabulov. Hernámsstjórinn John Craddock vill bara fleiri hermenn og kvartar sáran yfir viljaleysi Nató.