Blaðamenn sitja fast

Punktar

Bandarískir fjölmiðlar telja fjölda andófsmanna á fundum og í göngum. Hér fá fjölmiðlar rangar tölur hjá löggunni. Munurinn felst í, að vestra er blaðamönnum kennt að fara á vettvang. Þeir lýsa því, sem fyrir augu ber. Það eru fréttir frá fyrstu hendi. Hér koma fréttir frá hagsmunaaðilum, frá annarri hendi. Hér vilja blaðamenn bara sitja á rassinum. Ljósmyndarar eru sendir í portrett, en blaðamenn sitja sem fastast. 95% af fréttum íslenzkra fjölmiðla eru fengnar um síma eða net. Ekki von á miklum alvörufréttum, þegar blaðamenn eru í svipuðum fílabeinsturni og ráðamenn þjóðarinnar.