Matarverð Önnu Bjarnason

Fjölmiðlun

Fyrir nákvæmlega þrjátíu árum áraði illa í samfélaginu eins og núna. Frá 13. júní 1978 birtum við daglega á Dagblaðinu kostnað við uppskriftir á neytendasíðunni. Anna Bjarnason stjórnaði því. Birtum sundurliðaðan kostnað á mann við hverja uppskrift, slepptum engu, ekki einu sinni kryddkostnaði. Á þáverandi verðlagi kostaði kvöldmatur fyrir einn frá 150 krónum upp í 700 krónur. Það var meira en fjórfaldur munur. Ekki var hægt að segja, að dýri maturinn væri betri eða hollari en ódýri maturinn. Nú er kominn tími til, að fjölmiðill taki þráðinn upp aftur. Og hjálpi fólki að lifa af hrunið.