Hossa stjörnuspámönnum

Fjölmiðlun

Blaðamenn hafa ekki áttað sig á fréttum mánaðarins. Þeir halda áfram að birta gáfulegar stjörnuspár greiningardeildar Glitnis. Árum saman héldu þeir, að greiningardeildir bankanna væru hús Guðs. Nú hefur annað komið í ljós. Greiningardeildirnar voru bara spunakarlastofur útrásarinnar. Héldu uppi feiknarlegri bjartsýni á, að blaðran mundi halda áfram að stækka. Greiningardeildirnar héldu úti linnlausu þvaðri til að tryggja svefn þjóðarinnar á síðustu metrunum. Það er dónaskapur við notendur fjölmiðla að halda áfram að bera út þvaður stjörnuspámanna Glitnis og annarra banka.