Róttækir ofsatrúarmenn telja biblíuna vera spádómsrit. Þar sé lýst ókomnum atburðum, sem hafi rætzt. Að því leyti ætti biblían að vera hliðstæð riti Nostradamusar. Ofsatrúarmenn hafa líka túlkað biblíuna fram á við. Þeir sjá fyrir sér styrjaldir í Miðausturlöndum og nauðsynlegan sigur gyðinga. Þeir sjá fyrir sér heimsenda í kjölfarið. Þar muni ofsatrúarmenn fljúga til himins, en aðrir lenda í helvíti. Þeir leggja mesta trú á Opinberunarbók biblíunnar og lesa hana einkum milli lína. Þessi trú hefur haft skaðleg áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum. Magnað þar upp stefnu stríðsæsinga.