Fátækar bræðslur og virkjanir

Punktar

Hungraðir Húsvíkingar og Keflvíkingar fá ekki í bili álverin, sem þá hefur dreymt um. Vegna kreppunnar hefur brugðizt fjármögnun Orkuveitunnar. Hún getur ekki að sinni virkjað á Hellisheiðarsvæðinu fyrir álver í Helguvík. Norðurál ætlaði að fá lán hjá íslenzku bönkunum, sem nú eru allir látnir. Helguvíkurbræðslan er því í vonlitlu uppnámi. Landsvirkjun á líka erfitt með að fá lán og Húsavíkurbræðslan stendur andspænis fallandi verði áls og þrengri kosta á lánamarkaði. Allar þessar bræðslur og virkjanir kalla á lánsfé, sem dregur úr lánshæfni Íslands. Lánsfé, sem raunar er ekki til.