Leynispuni skaðar fjölmiðla

Fjölmiðlun

Óformlegt bandalag er milli stjórnvalda og helztu fjölmiðla landsins, nema DV og Stöðvar 2. Ritstjórar Fréttablaðsins, Morgunblaðsins og útvarpsstjóri mæta í Ráðherrabústaðnum. Gestgjafar eru Geir Haarde og helztu spunakarlar stjórnarinnar, Markmiðið er að meta, hvað segja megi fólki um hrunið og hvað ekki. Geir vill, að fjölmiðlarnir dreifi þekktum spuna hans án þess að hann eða hans menn séu bornir fyrir honum. Þetta er þekkt spilling erlendis, en hefur ekki verið stunduð hér um áratuga skeið. Erlendis eru ritstjórar sammála um, að svona vinnubrögð dragi úr trausti á fjölmiðlum.