Syndaregistur pólitíkusa

Fjölmiðlun

Fjölmiðlar geta betur en áður elt uppi orð pólitíkusa og gert þá hlægilega. Textaleitarvélar finna viðkvæm orð og samhengi þeirra. Þannig hefur DV birt langa skrá yfir lygar Geirs Haarde síðasta mánuðinn. Og langa skrá yfir hálfkæring og smjörklípur Davíðs Oddssonar á þessu ári. Listarnir sýna, að Geir er lygnasti forsætisráðherra Vesturlanda um þessar mundir. Sýna líka, að Davíð er einstæður í röð seðlabankastjóra Vesturlanda. Enginn er eins viðskotaillur og orðljótur og hann. Enda kallast hann gereyðingarvopn í erlendum samskiptum. Brýnt er að fjölmiðlar standi þessa eftirlitsvakt.