Davíð Oddsson hefur meiri karisma en aðrir Íslendingar. Meiri en Einar Ben á trompárunum. Davíð er alls staðar miðpunkturinn. Í boðum safnast menn að honum sem mý á mykjuskán. Standa kringum greifann og hlæja sig í drep af linnulausum gamansögum. Karisminn gerir honum kleift að spila eins og hljómsveitarstjóri með nánasta umhverfi sitt. Þannig stjórnar hann öllu í Seðlabankanum eins og áður í ríkisstjórn og enn áður hjá borginni. En karismi hefur ekkert með hæfni að gera eða greind. Karismi einn og sér er hættulegur, hjá Davíð sem Einari Ben. Karistar telja sér alla vegi færa.