Bannorð í blaðamennsku

Fjölmiðlun

Tvær fagvillur sá ég í blaðamennsku í gær. Að venju nennti Vísir.is ekki að telja andófsfólk í kröfugöngu og á útifundi. Vitnaði í tölu frá löggunni, þótt hún hafi ætíð áður reynzt lélegt vitni á þessu sviði. Fjölmiðill þarf að gæta sín á lélegum vitnum. Útvarpið braut aðra fagreglu og sagði: “Talið er að um þúsund manns séu nú á mótmælafundi á Austurvelli.” Hver er heimild útvarpsins? Fjölmiðill getur ekki skotið sér bakvið nafnlausa heimild með svona orðalagi. Verður annað hvort að telja sjálfur eða trúa einhverjum aðila, sem er nafngreindur. Orðalagið “talið er” er bannað í blaðamennsku.