50 milljörðum rænt

Punktar

Fyrrum stjórnendur Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, virðast hafa rænt Kaupþing 50 milljörðum króna. Rétt fyrir þjóðnýtinguna afskrifuðu þeir skuldir hæst settu starfsmanna bankans, alls að þessari upphæð. Starfsmennirnir höfðu tekið himinhá lán til að kaupa hlutabréf bankans. Áttu að endurgreiða lánin, þegar bréfin mundu hafa hækkað í verði. Ljóst er, að afskriftirnar fela í sér gróft samsæri gegn hagsmunum bankans. Fjármálaeftirlitið hefur lítið gert í málinu annað en lýsa yfir, að það hafi ekki samþykkt verknaðinn sérstaklega. Hvað sem það þýðir á íslenzku.