Hitti um daginn mann, sem sakaði mig um að bera ábyrgð á hruni þjóðarinnar. Þið blaðamenn segið aldrei sannleikann, fullyrti hann við mig. Sem árum saman hefur verið löggilt gamalmenni. Hann bar víðar niður, hrunið er Þorvaldi Gylfasyni að kenna, fullyrti hann. Prófessorinn hefur kennt öllum þessum andskotans hagfræðingum. Ég þreytist ekki á að verða hissa á fávísu tali Íslendinga á förnum vegi. Hér býr sérstæð þjóð, sem getur ekki staðið á eigin fótum. Hún ruglar út í eitt, sættir sig við hræsni og lygi í stað stjórnmála. Íslendingar eru eins og klipptir út úr Innansveitarkróníku.