Betri veitingahús verða einn af kostum hrunsins. Armaní-klæddir bjánar úr bönkunum halda ekki lengur uppi nokkrum leiðindastöðum. Við þekkjum staðina af silfruðum og svörtum málminnréttingum að hætti eldhúshönnuða. Þekkjum þá af matseðlum með hamborgara á þrjúþúsundkall. Um nokkurt skeið risu aðeins staðir, sem höfðuðu til ungs fólks með of lítið vit og of mikið fé. Snobb og stælar verða nú að víkja fyrir stöðum, sem lifa á eðlilegri matreiðslu. Holtið mun blífa, Fiskmarkaðurinn, Humarhúsið og Friðrik V af glæsilegu stöðunum, svo og allir, sem hafa boðið kvöldmatinn á minna en 2500 krónur.