Geir Haarde sagði fátt í löngu máli á blaðamannafundinum. Eins og nokkrum sinnum áður. Hver trúir honum? Ekki hafa fyrri yfirlýsingar hans staðizt. Björgvin Sigurðsson lofaði öllu fögru á fundinum. Eins og nokkrum sinnum áður. Hver trúir honum? Ekki hafa fyrri loforð hans verið efnd. Blaðamenn fundarins voru lélegir. Gátu ekki einu sinni ungað út spurningu um, hvað Holland og Bretland séu að gera í norræna lánapakkanum. Hlægilegir voru fyrirlestrar Björgvins um nýju bankaráðsmennina. Þeir reyndust flestir vera minni háttar gæludýr pólitískra flokka. Þeir afla bönkunum einskis trausts.