Útrásarvíkingar eiga málsvara í Markaðnum, vikulegum sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar. Þar koma þeir vikulega í huggulegt spjall, ólíkt því sem Jón Ásgeir lenti í hjá Agli. Hannes Smárason yljaði þjóðinni undir uggum um daginn. Næst sparkar Sigurður Einarsson bankastjóri í ykkur. Björn Ingi hefur lengi verið virkasti spunakarl útrásarinnar. Hann stóð fyrir næstumþví yfirtöku Hannesar Smárasonar á mannauði Orkuveitunnar, þegar hann var þar í pólitík. Um leið reynir hann að ná Framsókn af Guðna Ágústssyni. Skemmtilegt verður upplitið á gömlu Framsókn, er spunakarlinn hefur tekið þar öll völd.