Ranglátar endurgreiðslur

Punktar

Því meira sem ég hugsa um greiðslur bankanna til eigenda peningabréfa, því sannfærðari er ég um rangindi þeirra. Þetta eru 200 milljarðar, sem að lokum verða teknir af skattgreiðendum, því að ríkið á bankana. Mismunun, sem kemur niður á skattgreiðendum og þeim, sem völdu hefðbundinn sparnað. Dregur úr getu ríkissjóðs til að styðja þá, sem ekki höfðu aðstöðu til að spara. Til dæmis atvinnuleysingja og gjaldþrota fjölskyldur. Dregur líka úr getu til að styðja annan sparnað á svipaðan hátt. Vandi hefðbundinna sparenda er stærri en stjórnin telur, t.d. vegna Icesave. Loforð í þeirra þágu verða svikin.