Veruleikafirrtar fréttir Sjónvarpsins og einkum Stöðvar 2 af mótmælafundi í gær sýna eymd íslenzkra fjölmiðla. Hliðvarzla fjölmiðlanna virkar þó ekki, því að girðingin umhverfis sannleikann er víðs vegar slitin. Internetið hefur tekið við af fjölmiðlunum sem álitsafl heimsins. Og er í þann veginn að taka við sem fréttaaflið. Sú breyting tekur nokkur ár. En ljósvaki, sem enginn treystir, flýtir fyrir þróuninni. Þétt blogg og myndskeið af andófinu birtust milli fundar og sjónvarpsfréttatíma. Þegar ritskoðað rugl birtist svo í ljósvaka um kvöldmatarleytið, lýsti það aumum stöðvum betur en andófi.