Ríkið hefur ekki lagt fram fé til að hjálpa atvinnuleysingjum í vetur. En hefur leyft bönkum að gefa 300 milljarða króna til að borga eigendum fjár í peningamarkaðssjóðum. Án þess að spyrja aðra sparendur og skattgreiðendur. Ríkið hefur ekki lagt fram fé til að hjálpa þeim, sem skulda gjaldeyrislán. Það hefur í staðinn sníkt 400 milljarða lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Til að ríkt fólk geti skipt yfir í gjaldeyri og komið peningum undan. Ríkið er ekki að gera neitt, sem kemur að gagni fyrir venjulega borgara. Það er að venju að búa í haginn fyrir þá, sem betur mega sín. Forgangsröðin er ljós.