Vefurinn er kóngurinn

Fjölmiðlun

Thomas Jefferson varð forseti Bandaríkjanna á vængjum dagblaðanna. Franklin Delano Roosevelt varð forseti á vængjum útvarpsins. John Fitzgerald Kennedy varð forseti á vængjum sjónvarpsins. Barack Obama varð forseti á vængjum vefsins. Þessir fjórir frægustu forsetar Bandaríkjanna urðu allir forsetar út á nýjung í fjölmiðlum. Þeir kunnu betur en hinir að nota hver sína nýjung. Obama notaði nýju persónumiðlana til að ná til fólks, FaceBook, Twitter, YouTube, MySpace o.s.frv. Hann fékk milljónir manna til að borga fé í baráttuna, fékk næga sjálfboðaliða. Sjónvarpið er ekki lengur kóngurinn.