Árna og Björgvin fórnað?

Punktar

Til að friða þjóðina dugir ekki að fórna ráðherrunum Björgvin Sigurðssyni og Árna Mathiesen. Þeir bera að vísu þunga ábyrgð, sérstaklega á því að magna kreppu yfir í hrun. En Geir H. Haarde ber þyngri ábyrgð. Hann var einn af höfundum nýfrjálshyggjunnar sem fjármálaráðherra Davíðs. Það er einmitt sú nýfrjálshyggja bankamála, sem hefur núna sprungið framan í fólk. Fyrst og fremst eru það Davíð Oddsson og Geir, sem eiga að fjúka, Geir sem pólitíkus og Davíð sem pólitíkus og embættismaður. Síðan kemur röðin að ráðherrunum Björgvin og Árna og embættismanninum Jónasi Jónssyni í fjármálaeftirlitinu.