Óþörf afsögn þingmanns

Punktar

Bjarni Harðarson átti ekki að segja af sér sem þingmaður. Brotið var vægt. Hann ofkeyrði óbeit sína á andstæðingum Evrópusambandsins innanflokks. Og hann kann ekki á tölvur. Hann átti bara að biðjast einlæglega afsökunar og láta þar við sitja. Bakslag hans var svipað og barátta hans önnur. Gekk of langt. Tilfinningar andartaksins réðu ferðinni. Alveg eins og í stríði hans gegn miklum meirihluta flokksmanna. Þar fór hann hamförum, sem hæfðu ekki ábyrgum þingmanni flokksins. Hann gerði innanflokkságreining að heilögu stríði. Bjarni er of hamrammur í hverju, sem hann tekur sér fyrir hendur.