Mér kemur á óvart, hversu einangraðir og hrokafullir íslenzkir ráðherrar eru, einkum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún getur ekki rætt málefnalega tillögu Alþýðusambands Íslands um afsögn tveggja ráðherra. Þeirra Björgvins Sigurðssonar og Árna Mathiesen. Hún segist bara ekki sjá nein lögbrot. Rétt eins og hún viti ekki, að siðferði sé til sem hugtak. Geir Haarde kallar mótmælendur skríl. Verið getur, að þessi aumasta og daufasta þjóð í heimi sætti sig við slíka landsfeður. Vitið þið, að Davíð Oddsson verður fulltrúi Íslands á næsta fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins? Þetta er fílabeinsturn.