Geir margfaldar skuldabyrðina

Punktar

Geir Haarde hefur enn einu sinni lofað að vernda bankareikninga í Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Því má hann ekki lofa, því að hann ræður þessu ekki. Tuttugu og sjö ríki Evrópu ráða þessu. Aðgangur Íslands að fjármagni er háður samningum við erlend ríki um verndun reikninga í þessum bönkum erlendis. Ríkisstjórnin neyðist til að fórna hagsmunum sparifjáreigenda til að jafna hlut þeirra og erlendra eigenda. Ef Geir verndar hagsmuni íslenzkra eigenda, fórnar hann hagsmunum þjóðarinnar með því að setja hana á hausinn. Loforð Geirs snýst um að margfalda skuldabyrði þjóðarinnar. Fráleitt loforð.