Fjórmenningaklíkan

Punktar

Í hálft ár hefur fjórmenningaklíkan vitað, að Ísland var að sigla í strand. Ráðamenn Norðurlandanna sögðu henni það. Forsætisráðherra Bretlands sagði henni það. Fjórmenningaklíkan vissi betur. Hún las trúarrit frjálshyggjunnar og sagði landið vera á fínni siglingu. Studd af Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Fjórmenningaklíkuna skipa Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björgvin Sigurðsson og Árni Mathiesen. Það er þeim og Davíð Oddssyni að kenna, að samdráttur á Vesturlöndum varð að hruni á Íslandi. Hroki klíkunnar hindraði hana í að hlusta á aðra, jafnvel ekki á útlendinga.