Obama er hernaðarsinni

Punktar

“Við munum drepa Bin Laden. Við munum kremja Alkaída.” Þetta sagði Barack Obama í sjónvarpskappræðum fyrir kosningarnar. Hann er enginn friðarsinni. Hann getur til dæmis hugsað sér að fara í stríð við Persa við ákveðnar aðstæður. Hann er bara praktískari en George W. Bush, veit betur hvað hann ræður við. Líklega mun hann herða leitina að Bin Laden í Afganistan, en hraða flóttanum frá Írak. Í hermálum verður Evrópa áfram í vandræðum með Bandaríkin. Betri samhljómur verður á öðrum sviðum, einkum í umhverfisvernd. Obama mun ekki beita kreppurökum til að falla frá umhverfismarkmiðum.