Dylgjur eru beittastar

Punktar

Beittasta vopn Davíðs Oddssonar er að hóta illu. Ef þið gagnrýnið hann, mun hann segja frá leyniupplýsingum, sem hann þykist hafa um ykkur. Segist vita, hvers vegna Bretland beitti okkur hryðjuverkalögum. En hann segir okkur það ekki, hótar bara. Honum finnst eðlilegt að liggja á upplýsingum, sem skipta máli. Og mjatla þeim síðan út í samræmi við sína prívat hagsmuni. Ef alræmt drottningarviðtal Kastljóss við Davíð olli ekki hruninu, var það eitthvað annað, sem olli því. Ef Davíð veit það, ber honum skylda til að segja frá. Alls ófært er, að hann haldi bara uppi dylgjum og gróusögum að hætti Davíðs.