Spunakarlinn Björn Richard Johansen frá Noregi minnir á spunakarla Nató, sem hafðir eru í flimtingum meðal blaðamanna. Þessi tegund spunakarla tekur ekkert tillit til veruleikans í spuna sínum. Hann hentar því vel í hruninu. Hernaðarleg uppsetning á dagskrám ráðherra er tilbreytni í hversdagsleika hrunsins. Gaman er að sjá, að vernda þarf forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir blaðamönnum. Enn skemmtilegra er að sjá dagskipun til forsætis að tala ekki við sjónvarp þann daginn. Og að gera innlendum og erlendum blaðamönnum erfitt fyrir í starfi. Spunakarlinn er sannarlega við hæfi stjórnarinnar.