Fjölmiðlar hafa flestir gefið frá sér fréttahlutverkið. Aðeins DV.is birti fréttir fyrir utan lögreglustöðina í óeirðunum á sjötta tímanum. Erlendis blogga menn samtímis og beint frá svona atburðum. Setja myndskeið inn á YouTube. Íslenzka mótmælendur skortir tækniþekkingu. Þurfa að skipulegga fréttaflutning betur. Þurfa að læra að nota gemsa, SMS og GPRS til að koma frá sér myndum og texta. Beint á vefinn. Það er tíu ára gömul óeirðatækni, sem notuð hefur verið gegn lögregluríkinu víða um heim, Bandaríkjunum, Filippseyjum, Burma, Rússlandi og einkum Kína. Bloggarar, takið þið keflið.