Eftir umræðurnar í dag efast ég um, að stjórnandstaðan breyti miklu. Vekur mér ekki traust. Mér finnst hún flytja sömu ræðuna og áður, þótt nú sé tími nýrra viðhorfa. Um stjórnarflokkana vitum við, að þeir bera sök á ástandinu og eiga skilið að deyja. Fáir treysta núverandi forustu til að gera neitt af viti. Hér þarf ný stjórnmálaöfl, ekki þessar gömlu stofnanir með þreyttu andlitin. Þjóðin þarf að skipa sér niður í alveg nýjar sveitir. Til þess þarf kosningar. Andófsfólk þarf að knýja fram kosningar. Og skipuleggja sig síðan á lista, sem taki við af úreltum flokkum á gæfusnauðu Alþingi.