Gísling hindrar flótta

Punktar

Hagstofan telur, að kaupmáttur hafi rýrnað um sjö prósent á árinu. Er þó ekki nema hluti vandans enn kominn fram. Innfluttar vörur eiga eftir að hækka enn meira í verzlunum, þegar nýjar birgðir koma. Til viðbótar hruni kaupmáttar er komið frost í viðskiptum með fasteignir. Þeir, sem fyrr á árum flúðu land, gátu oft selt íbúðir til að koma sér fyrir annars staðar. Nú er það ekki hægt, jafnvel þótt verð íbúða hafi lækkað um helming, reiknað í erlendum gjaldmiðli. Samfara hruni kaupmáttar er komin fasteignagísling, sem hindrar flótta fólks til annarra landa með heiðarlegt stjórnarfar.