Við sjáum afleiðingar einkavæðingar alls staðar. Í krummaskuðum á borð við Seltjarnarnes. Í heimsveldum á borð við Bretland. Opinber þjónusta versnar. Öll natni víkur fyrir hraðri afgreiðslu á færibandi. Gildir um spítala, skóla, sorphirðu. Gildir um allt. Lífslíkur minnka, samanber Rússland, Bretland og Bandaríkin. Límið í samfélaginu minnkar og hverfur. Ríka fólkið sættir sig ekki við opinbera þjónustu. Fær sér prívat. Smám saman verður ástandið eins og við sjáum það í miðborgum víða um Bandaríkin. Þar ríkir styrjöld glæpagengja og lögreglu. Einkavæðing er upphaf að endalokunum.