Er að lesa bókina Imperial Life in the Emerald City. Rajiv Chandrasekaran var svæðisstjóri Washington Post í Bagdað, meðan Græna hverfið var hverfi landstjórans. Hann lýsir aðstæðum og áhrifum hinna ungu nýfrjálshyggjumanna, sem flykktust þangað. Þeir höfðu umboð til að endurskapa Írak í bandarískri mynd. Þar voru þeir innan múranna í bandarísku umhverfi og gátu ekki farið út í borgina. Vissu ekkert um veruleikann og neituðu að trúa, þegar þeim var sagður hann. Skipulögðu ævintýri kringum stofnanir, sem voru ekki til. Allur heimur þeirra hrundi eins og heimur nýfrjálshyggju hrundi síðar á Íslandi.