Ímyndarleikur krónunnar

Punktar

Gjaldeyrishöftin eru öndunarvél fyrir verðlausa krónu. Þau eiga að fresta hruni hennar og milda það í nokkrum áföngum. Í stað eins hruns á að koma sig á lengri tíma. Þjóðin er talin brjálast, ef verð á evru fer á einum degi úr 186 krónum upp í 260. Fólk er talið taka minna eftir hruninu, ef það gerist hægt og bítandi. Allt þetta spilverk með verðlausa mynt er partur af ímyndarleik. Krónunni er í raun ekki ýtt á flot, heldur er henni haldið í öndunarvél. Nær er að afgreiða málið, ýta krónunni úr gjörgæzlunni og taka höggið strax. Þannig tekur mun styttri tíma að ná áttum í myntkerfinu.