Þrír hafa kvartað um, að fá íslenzku stafina ekki rétt upp, þegar þeir skoða bloggið mitt. Þetta gerist, þegar þeir skoða í RSS, en gerist ekki, þegar þeir skoða beint. Ástæða villunnar er röng stilling á vöfrum eða vefskoðurum notenda. Sumir PC eru nefnilega ekki rétt stilltir á stafasett. Þeir nota gamalt sett frá Microsoft Word, sem er ósamhæft. Leó M. Jónsson benti mér á einfalda lausn. Opnið “View”, veljið “Character encoding”, síðan “Auto Detect” loks “Universal”. PC-vefskoðarar eiga að vera þannig stilltir nútildags.