“Það verður skoðað”

Punktar

Að sögn Björgvins Sigurðssonar bankaráðherra var ekki ætlunin að hindra erlendar fjárfestingar. Samt eru haftalögin frá honum þannig orðuð, að allir skilja þau á þann veg. Þungavigtarmenn í nýsköpun hafi lýst andúð sinni á laganna hljóðan. Björgvin hefur neyðst til að stíga fram og segja meininguna vera aðra. Ef ábendingar um galla komi fram, verði það skoðað, segir hann. Það er hins vegar ekki nóg. Ábendingar hafa þegar komið í ljós. Og það þarf ekki að skoða þær að hætti Samfylkingarinnar. Heldur þarf að breyta reglunum strax. Strax, ekki næsta vor. Dæmi um ráðherra, sem er dragbítur á þjóðinni.