Félagar lífeyrissjóða tapa varanlega 30% af inneignum, þegar upp er staðið. Félagar séreignasjóða tapa misjafnt eftir skiptingu eigna, frá 30% upp í 50%. Eigendur peningabréfa tapa minna, 20-40%, því að ríkið niðurgreiddi hluta af tapi þeirra. Ofan á þetta tap kemur svo hærra verð á innfluttum vörum. Þetta þarf fólk að hafa í huga, þegar það reiknar út ellina. Allir pappírar í landinu eru meira eða minna verðlausir núna, en sumt af því fær verðgildi á næsta ári. Aldrei þó pappírar í fjármála- og krosseignarfélögum frjálshyggjunnar. Fasteignir verða seljanlegar ódýrt um mitt næsta ár.