Samfylkingin er klofin

Punktar

Ný skoðanakönnun sýnir, að hálf Samfylkingin styður ríkisstjórnina. Það er alvarlegur klofningur, sem getur orðið henni dýr. Því lengur, sem stjórnin er við völd, þeim mun meira eykst spennan. Enginn hefur verið látinn sæta ábyrgð af hruninu, þótt öllum megi ljóst vera, að það er manngert. Spennan í samfélaginu fær því ekki útrás og ábyrgðin lendir öll á ríkisstjórninni sameiginlega. Verði síðan kosið næsta vor eða haust, má búast við, að hálft fylgið verði Samfylkingunni laust í hendi. Faðmlag Sjálfstæðisflokksins getur reynst fleiri flokkum dýrt en Framsókn einni.