Formúla 1 bilar líka

Punktar

Þegar aðrar formúlur bila í kreppunni, er engin furða, þótt erfiðleikar komi upp í Formúlu 1. Honda hætti þáttöku í frægasta og dýrasta kappakstri heims. Ber við þörf á sparnaði í hliðaratriðum, er bílasala staðnar víða um heim. Toyota er sögð vera að velta fyrir sér, hvort hún hafi ráð á formúlunni. Ráðamenn Formúlu 1 reyna að þrengja aðstæður til að spara keppnisliðunum peninga. Nú verða allir að keyra á sömu dekkjum og rætt er um sameiginlegar vélar og gírkassa. Kostunaraðilar hafa margir sætt ágjöf í kreppunni og vilja draga saman seglin. Formúla 1 er viðkvæmt lúxussport í kreppunni.