Meint fjölmiðlaeinangrun

Punktar

Ég hef aldrei tekið eftir fjölmiðlaeinangrun úti á landi. Langtímum saman er ég utan Reykjavíkur, stundum meira að segja fenntur inni. Dagblöð sé ég þá ekki, en útvarp og sjónvarp eru um allt land. Tala þá ekki við neinn nema hesta. Samt fylgist ég alveg eins vel með og þegar ég er á Seltjarnarnesi. Er meira að segja betur upplýstur um gang mála en Björgvin G. Sigurðsson ráðherra, sem ekkert veit. Það gerir netið. Þrír stórir fréttamiðlar, mbl, visir, dv og rúv eru á netinu. Þar eru fréttir fjölmiðla mínus auglýsingar og langhundar. Á netinu eru einnig stöðugar túlkanir á fréttum. Í blogginu.