Aðild að Evrópusambandinu var ekki stórmál, þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn. Aðalatriðið var að komast inn, skítt veri með hugmyndafræðina. Nú telur formaður flokksins hins vegar brýnt að leita inngöngu, annars verði stjórnarslit. Hún segir aðstæður hafa breytzt á hálfu öðru ári, sem rétt má teljast. En hún setur kröfuna fram sem óþægilega pirrandi úrslitakosti. Hún vill láta þakka sér fyrir að hafa dregið samstarfsflokkinn með. Enda kemur í ljós, að flokksmenn hennar mega vart vatni halda. Það dreifir athygli þeirra frá tjóninu, sem andvana stjórnarseta flokksins hefur valdið þjóðinni.