Nokkrum sinnum í haust hef ég sagt ykkur, að fyrirhuguð álver mundu ekki verða reist á næstunni. Álverð hrundi með bílaiðnaðinum og álrisar hafa ekki lengur ráð á nýjum álverum. Ekki er heldur hægt að draga lánsfé til Íslands til að búa til nýjar stíflur og bora fleiri holur. Þess vegna væru álver ekki leið úr hruninu. Nú er þetta komið í ljós. Samkvæmt Fréttablaðinu eru Rio Tinto og Alcoa hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir að sinni. Í Straumsvík og á Bakka við Húsavík. Landsvirkjun og Orkuveitan hafa nóg með að reyna að afla nýrra lána í stað gjaldfallinna gamalla lána. Álið er ekki bjargvættur.