Brot á saltfiskhefðinni

Punktar

Í gamla daga elduðu sumar portúgalskar húsmæður útvatnaðan saltfisk alla daga ársins og notuðu aldrei sömu uppskrift. Þær voru raunar 1000 talsins. Saltfiskur var þjóðartákn Portúgals, segir Elaine Sciolino í International Herald Tribune. Nýjar kynslóðir eru annarrar skoðunar. Þær borða ekki gamla saltfiskinn. Taka saltaðan freðfisk fram yfir hefðbundinn saltfisk. Gamla fólkið fýlir grön yfir nýja saltfiskinum. Stærsta breytingin er þó ekki misjöfn söltun, heldur verðið. Áður var saltfiskur ódýrasti matur landsins, en nú er hann einn sá dýrasti.