Skilanefndir stela fé

Punktar

Skilanefndir eru enn að stela peningum af skattgreiðendum. Voru áður búnar að niðurgreiða tjón eigenda fjár á peningamarkaðsreikningum. Skilanefnd Landsbankans er nú að fella niður hluta af kröfum á sjávarútveginn vegna gjaldeyrisskiptasamninga. Hvort tveggja er á kostnað skattgreiðenda, eins og eftirgjafir í þágu sérvalinna gæludýra, einkum útrásarvíkinga. Samt er oft búið að segja, að jafnt eigi yfir alla að ganga. Skilanefndir bankanna eru samt heyrnarlausar og skilanefnd Landsbankans sýnu verst. Hafa má til marks um vanhæfni Fjármálaeftirlitsins að hafa ráðið spillt fólk í skilanefndir.