Blogg án tilgangs

Punktar

Tilgangslítið er að blogga. Ríkisstjórnin er lokuð fyrir gagnrýni. Hún fer sína leið án tillits til umræðunnar. Það eina, sem virkar, er uppreisn. Þá er ég alls ekki að tala um rúðubrot í Fjármálaeftirlitinu og hurðarbrot á lögreglustöðinni. Íslendingar eru hins vegar svo þægir, að þeir gera ekki uppreisn. Þótt þeir séu seldir í ánauð, þá halda þeir flestir kjafti og gera eins og þeim er sagt. 20% þjóðarinnar styðja Sjálfstæðisflokkinn ennþá. Flestir eru Íslendingar ófærir um að draga eðlilegar ályktanir af framvindu efnahagsmála. Þess vegna einmitt er stjórnin lokuð fyrir allri gagnrýni.